sunnudagur, september 17, 2006

Well...

... þá er hún Dagný frábæra að fara til Sri Lanka á þriðjudaginn !!! Hún er algjör hetja og ef einhver getur róað þetta lið þarna niður frá þá er það hún.
Já og var ég búin að segja ykkur hvað hún er frábær ;-) Verst að hún er alltaf með í maganum þegar ég hitti hana, veit ekki hvort ég á að taka það til mín... hmmm :-/
Og svo hitti ég framtíðarhundinn minn þegar ég heimsótti hana áðan ! Cavalier King Charles Spaniel, bara sætustu hundar ever, útsígútsígú ;-) Ætla að fá mér svoleiðis þegar ég verð gömul, alveg á tæru.

... þá er Magni búinn að sigra heimsbyggðina, þó hann hafi ekki sigrað Rockstar: "áðursupernovaþartileinhverfórímálsemannarsgeristaldreiíameríku ognúþurfaþeiraðfinnasérannaðnafn"
Soldið fyndnir þessir kappar í hljómsveitinni, það sem Tommy ógeðslega gáfaði Lee hafði út á Magna að setja á úrslitakvöldinu var að hann "var eins og einn af hljómsveitinni" en ekki svona front man. Og OMG það er auðvitað þvílíkur galli ef söngvarinn er eins og einn af hljómsveitinni, hver vill svoleiðis gallagrip... döh... kjáni !
Og svo þetta THE FANS kjaftæði alltaf hreint. Ef ég fer á tónleika, þó það séu frábærustu tónleikar ever eins og þessir, þá upplifi ég mig ekki sem "aðdáanda". Ég er bara tónleikagestur eða áheyrandi, en þetta snerist allt um THE FANS þetta og THE FANS hitt. Enda held ég að hvergi nema í ameríku myndi fertug kona deyja úr hjartaslagi af því hún hélt að hún hefði séð Britney Spears... það reyndist svo ekki einu sinni vera Britney sem hún sá. Þvílík endemis persónudýrkun dauðans ! Ekki skrítið þó þessum stjörnum finnist gaman að koma til Íslands þar sem þær geta gengið um nokkurn vegin óáreyttar.

Þetta var aukafærsla í boði Dagnýjar og Magna og ég tek það fram svo ég rugli engann í ríminu að það eru EKKI komin jól...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er nú alltaf gaman að lesa blogg frá þér... og Dagný er hetja, skilaðu kveðju til hennar frá mér.....kveðja, Systa

18 september, 2006 21:52  
Blogger BirtuMamma sagði...

Takk kæra frænka :-)
Jebb... skila kveðju til hetjunnar næst þegar ég heyri í henni... eftir marga mánuði :'(

18 september, 2006 23:14  

Skrifa ummæli

<< Home