fimmtudagur, mars 23, 2006

We will Rock You - Power árshátíð !!

Föstudagur
Tilkynnt var um fyrirhugaða árshátíðarferð til London rétt fyrir jólin og spennan búin að vera að magnast í næstum 3 mánuði. Adrenalínið var þess vegna flæðandi af miklum krafti þegar við komum á hótelið um hálftvö. Upp með töskurnar og hittast í lobbý-inu eftir korter. Ég var með flottasta kortið, nebblega award winning pop-up útgáfu ! og þess vegna var ég sjálfskipaður fararstjóri, fólk mátti sko hafa sig allt við að fylgja mér þar sem ég hljóp eftir göngunum í underground-inu :-) Við byrjuðum á Marble Arch endanum á Oxford street og ætlunin var að fara fyrst af öllu og fá sér snarl... en svo sáum við búð... og svo sáum við aðra búð... og aðra... og aðra... og á endanum hlupum við inn í Boots og keyptum okkur samlokur sem við borðuðum á hlaupum á leiðinni í næstu búð !! POWER SHOPPING og POWER EATING
Klukkan hálfátta var mæting á Queen söngleikinn We will Rock You og ætlunin var að hitta hópinn sem ætlaði þangað tímanlega til að fá sér að borða fyrir sýningu. Við hins vegar rétt náðum að henda pokunum upp á herbergi og bruna í leigubíl í Dominion leikhúsið (okkur seinkaði aðallega vegna grafalvarlegrar mátunar á sloppum og náttkjólum í M&S ;-). Dóra og Starkaður hlupu yfir á Burger King hinu megin við götuna en við Heiða fengum okkur bara popp í kvöldmat. Eydís, Lalli og Heiða litla voru auðvitað á rólegu nótunum og búin að borða. Sýningin var STÓRKOSTLEG !!!! Stemmingin ótrúleg og þegar Boheminan Rapsodi var tekið í lokin var salurinn eins og einn stór kór, alveg mögnuð upplifun !!
Ekki minnkaði adrenalínflæðið við þetta :-)
Eftir sýninguna, rétt fyrir ellefu, hófst leitin að hinum fullkomna veitingastað. Eftir slatta labb og eftir að dissa slatta marga staði fundum við Ítalskan stað þar sem allir fengu voða góðan mat, vel heppnað val á veitingastað nr. 1.
Úti var skítakuldi = leigubíll heim á hótel og beint á barinn á nýja flotta hótelinu sem við vorum ekkert búin að skoða. Barinn var fínn, Heiða smakkaði alls konar vonda kokteila og Eygló pantaði Long Island ice-tea, allt til að taka út drykkina sem við ætluðum að drekka kvöldið eftir. Ég gafst upp á drykkjunni um þrjú-leitið en sumir tóku generalprufu fyrir árshátið mjög alvarlega og vöktu til fimm, sennilega til að athuga hvað barinn væri lengi opinn ;-)

Laugardagur
Vakna ekki seinna en tíu til að ná morgunmat fyrir ellefu, ekkert mál, POWER SLEEPING !! Eftir morgunmat hlupum við af stað til að skoða Covent Garden market. Þar var líf og fjör, götulistamenn, krúttlegar búðir, flottir sölubásar og púkalegir sölubásar. Þetta varð trefla- og slæðudagurinn mikli og eitthvað fleira af hinu og þessu dóti datt ofan í pokana hjá okkur. Síðbúinn hádegisverð fengum við okkur, eftir slatta mikið labb, á sætum Tapas bar á Maiden Lane (sem reyndist óvart verða uppáhaldsgatan okkar í London), vel heppnað val á veitingastað nr. 2.
Pínu meira ráp og svo heim á hótel í gala hárgreiðslu og POWER NAPPING. Og svo gala spörslun og gala naglalakk og gala dress... OMG þvílíkar megaskvísur !!
Árshátíðin sjálf var auðvitað bara glæsileg og í alla staði stórskemmtileg !! Aðal ástæða þess að haldin var svona glæsileg árshátíð þetta árið var sú að þennan sama dag var akkúrat ár frá því að ég hóf störf hjá Skýrr ;-) Skemmtiatriðin voru fín, myndbandið sem tekið var í vinnunni stóð þó upp úr, svo var einn úr okkar hópi heiðraður í tilefni af 40 ára starfsafmæli og annar var að halda upp á fimmtugsafmælið sitt. Daddi disco tók svo við og spilaði Silvíu, Queen og fleiri góða af miklu kappi.
Tilkynnt hafði verið að barnum yrði lokað klukkan hálftvö þannig að við stóðum að sjálfsögðu sigri hrósandi með Long Island ice-tea-ið um það leiti, bara til að frétta að barinn uppi var opinn ennþá (við vorum sko í Ballroom-inu á -2) ! Okkur þótti það reynar EKKI slæmt, færðum okkur upp og héldum áfram með POWER DJAMMING og POWER DRINKING þar til um sex-leitið en þá skelltum við á eftir okkur barnum þegar við fórum ;-)
Afskaplega hátíðleg og skemmtilega árshátíð !!

Sunnudagur
Þar sem blóðmjólka átti fjörið í utanlandsferðinni vorum við komnar á fætur fyrir 11, máttum engan tíma missa ;-)
Hittum Starkað í lobbý-inu um hádegið og fórum í túristaleik, löbbuðum fram hjá Westminster Abbey og Parliament og einhverjum fleiri ámóta stöðum. Hungrið var farið að sverfa að og mig langaði í hamborgara en ekki mcdonalds og alls ekki pizzu, ekki beðið um mikið svo sem ! Og við löbbuðum og löbbuðum og löbbuðum og afskrifuðum hvern staðinn á fætur öðrum, meira að segja Sherlock Holmes sem bauð upp á traditional english cooking hmm...
Á endanum sá ég ofsalega hipp og cool veitingastaðaglugga ! og dró þau hin inn. Þetta reyndist auðvitað vera pizzustaður :-) en ofsalega góður pizzustaður með rosalega góðum mat, íslensku vatni ! og staðsettur á Maiden lane !! vel heppnað val á veitingastað nr. 3.
Á meðan við borðuðum hringdi Magga vinkona, hún býr í Guilford og við höfðum verið í sambandi og ætluðum að reyna að hittast einhvern tíma yfir helgina. Við mæltum okkur mót á Covent Garden station kl. 5, orðnir hálfgerðir lundúnabúar þegar hér var komið sögu ;-)
Við Heiða fundum eftir talsverða leit sight-seeing bus eftir matinn og fórum að leika túrista af enn meiri ákafa en Starkaður fór á hótelið að leggja sig fyrir flugferðina heim um kvöldið. Sight-seeing var fínt, sáum hitt og þetta og fórum á endanum úr við Buckingham Palace þar sem við gubbuðum næstum á allt gull-flúr-ógeðið, ekki mikil kóngafólksvirðing í gangi. Okkur var orðið skítkalt eftir að sitja uppá þaki í strætó og stukkum inn í leigubíl til að fara og hitta Möggu. Við drógum hana inn á veitingastað númer tvö sem varð á vegi okkar og pöntuðum kaffið fyrst, matinn svo og fordrykkinn síðast ;-) Kaffið var gott, maturinn var mjög góður, fordrykkurinn var THE BEST, drykkur framtíðarinnar; Rasberry Mohito !!! og við sátum þarna í næstum fimm tíma = vel heppnað val á veitingastað nr. 4 (og sá þriðji rétt hjá Covent Garden) POWER DINING OUT

Mánudagur
Kl. 8 vöknuðum við við það að símarnir okkar píptu á sama tíma, sms með þeim stórskemmtilegu fréttum að árshátíðarstúlkan hans Gulla væri komin í heiminn, við æstum okkur smástund yfir því hvað þetta væri skemmtilegt en fórum svo aftur að sofa og sváfum til að verða 11, mátti ekki vera mikið lengur svo við næðum að tékka okkur út í tíma :-)
Eftir að koma töskunum í geymslu ákváðum við að kíkja aðeins aftur á Oxford street. Fórum í nokkrar búðir, borðuðum og vorum svo eiginlega á leið í lestina aftur heim á hótel þegar ég dró Heiðu í eina skóbúð að skilnaði. Það varð til þess að hún verður mesta pæjan í vinnunni næstu mánuðina því hún keypti þarna hvorki meira né minna en skópar númer 4, 5 og 6 í ferðinni !!! Og geri aðrir betur :-)
Við komum á hótelið rétt nógu tímanlega til að troða síðustu innkaupapokunum í töskurnar og skella okkur inn í rútuna til Heathrow.

Þriðjudagur
Pínu þreyttar Power gellur sem mættu í vinnuna um níu leitið en samt ótrúlega brattar miðað við að koma heim um hálf-þrjú um nóttina. Queen Gratest hits í öllum heyrnartólum og fólk almennt bara hrikalega ánægt með helgina :-D

Ps. netið er orðið geðveikt !! þegar ég var að leita að veitingastöðunum okkar fann ég skrilljón síður um hvern og einn, með gagnrýni og myndum og hver veit hvað og hér er hægt að sjá 360° myndir af Palm Court Brasserie þar sem við borðuðum á sunnudagskvöldið !!! Sækó...