miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Unglingaveiki ??

Klukkan ca. 21:00 í gærkvöldi:

Birta: Mamma, það er eitthvað sem lætur mig ekki sofna!

Mamma: Ertu ekki bara svona spennt út af ferðalaginu?

B: Jú en ég er samt ekki spennt yfir að fara á hótelið. (við ætlum til köben í dag og gista á hóteli eina nótt áður en við förum til Íslands)

M: Af hverju ekki?

B: Ég veit ekki alveg hvernig hótel er, er það svona eins og við vorum á síðast? (vorum á gistiheimili í köbenferðinni í nóvember)

M: Nei ekki alveg eins, það eru fleiri herbergi og svo fær maður morgunmat. En við ætlum nú ekki að vera á hótelinu allan tímann! Við förum þangað með töskurnar þegar við komum úr lestinni, síðan förum við í göngutúr og skoðum eitthvað skemmtilegt og förum svo aftur á hótelið til að sofa.

B (mjög hneyksluð): Ég ætla sko EKKI að vera að labba frá 12-8 eða eitthvað !!!!!

Er þetta attitude eða er þetta attitude í barninu ;-)

mánudagur, febrúar 21, 2005

Sprogskóli

Þá er fyrsta deginum lokið í sprogskólanum.

Í bekknum mínum eru 15 nemendur frá hinum ýmsu löndum, meðal annars; Kína, Þýskalandi, Ungverjalandi, Íran og Tékklandi. Þetta er fólk á aldrinum ca. 20-60 ára og allir nokkuð vel talandi á dönsku.

Þau eru núna að lesa Pelle Erobreren, stytta útgáfu að vísu. Tímanum (8:15-11:35) var skipt í tvennt, annars vegar var farið í kafla úr bókinni, hann lesinn, sagnir beygðar og útskýrt það sem var óljóst. Í seinni hluta tímans voru svo leiðbeiningar varðandi atvinnuleit, hvernig á að skrifa umsókn og þess háttar.

Ég var auðvitað tekin upp að töflu, reyndar bara til að skrifa þar umsóknina sem við vorum að semja í sameiningu :-) Það kom mér á óvart hvað ég var lítið stressuð yfir því, fyrir nokkrum árum hefði ég roðnað og svitnað og óskað mér niður úr gólfinu að þurfa að standa fyrir framan hóp af ókunnugu fólki, hvað þá að tala og skrifa fyrir framan það tungumál sem er mér ekki mjög tamt. En þetta græddi ég á starfinum mínu á Landspítalanum blessuðum; þegar ég byrjaði að halda fyrirlestra þar þá var mér hreinlega óglatt af stressi og svaf varla nóttina á undan en sá rosalegi sviðsskrekkur virðist nú horfinn að mestu :-D

Mér leist sem sagt bara vel á skólann, kennarinn fínn og það virðist góður andi í bekknum :-)

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Þá er alvara lífsins að taka við hjá mér aftur!!
Sprogskólinn klukkan 8:15 í fyrramálið. Það verður nú soldið skrítið að þurfa að vakna og mæta einhvers staðar aftur eftir *teljiteljitelj* 7 mánaða "frí"! Ekki það að þetta hafi verið eintómt frí, ég var auðvitað að vinna í ritgerðinni inná milli og svo var ég alveg heilan mánuð í börnehaveklasse, geri aðrir betur ;-)

Þetta verður reyndar bara stutt vika í skólanum því á fimmtudag skellum við Birta okkur til Íslands í helgarreisu. Það verður brjálað stuð, nú þegar er t.d. búið að plana saumaklúbb, leikhús og út að borða hjá mér og vinkonuhitting hjá Birtu, svo það verður nóg að gera!

Annars er búið að vera vetrarfrí þessa síðustu viku. Við fetuðum ekki í fótspor hins týpíska dana, sem skellir sér til Spánar eða Tyrklands í sólina í fríinu, heldur vorum við bara heima að tjilla.

Við Birta afrekuðum það reyndar að skreppa í H&M í Aabenraa því hún þurfti nauðsynlega að kaupa sér peysu fyrir pening sem pabbi hennar sendi henni. Þetta er "svona peysa sem er eins og stuttermabolur og svo koma svona ermar út úr hinum ermunum og það eiga allar hinar stelpurnar í bekknum svona peysu... eða ég held það alla vega" !!
;-) Voða sæt og fín og skvísan vill helst sofa í henni!!


Ps. Fyrir þá sem hafa gaman af að lesa blogg (lesist: finnst mitt leiðinlegt en kunna ekki við annað en að kíkja annað slagið ;) þá eru hér tvö sem mér finnst þrælsmellin; Nornasveimurinn og Tóta pönk. Ég tek það fram að ég veit ekki haus eða sporð á þessu fólki en hef oft glott útí annað yfir þeim og jafnvel næstum skellt uppúr, alein og nördaleg við tölvuna ;-Þ

Pss. ekki gleyma að kíkja á kommentin hjá þeim líka... það er fullt af sníkjubloggurum þarna... sem sýnir enn og sannar hvað ég á langt í land að teljast maður með mönnum í þessum netheimi... ég á engan sníkjubloggara :´(

mánudagur, febrúar 14, 2005

100 ÁRA !!!

Hann afi minn elskulegur hefði orðið hvorki meira né minna en 100 ára í dag, hefði hann lifað!!


98 ára afmælið


Innilega til hamingju með daginn, þið öll í litlu "stórfjölskyldunni" !!


Þar sem sagnfræði er ekki mín sterka hlið ætla ég að láta mér nægja að segja að afi var hlýr, barngóður, söngelskur, vel lesinn, hörkuduglegur maður sem byrjaði með tvær hendur tómar en lifði eftir því stórgóða máltæki sínu "það er til ráð við öllu nema ráðaleysi" og því var fátt sem stöðvaði hann í að framkvæma það sem hann ætlaði sér!

Hvað ættfræði og sögu varðar bendi ég áhugasömum á heimasíðu látalætissystkinanna!

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Dóttir mín snillingurinn !!! Montimontimont :-D

Við Birta fórum í foreldraviðtal í skólanum í gærkvöldi.
Fyrst var hún með inni og kennarinn spurði hana hvernig henni líkaði í skólanum og svoleiðis. Hún sat fyrir svörum eins og hún hefði aldrei gert annað og spjallaði og spjallaði. Þegar hún var spurð hverju henni fyndist hún best í þá sagði hún; stærðfræði, "jeg er faktisk rigtig god til at regne!" Sem hún er auðvitað en það er svo krúttlegt hvað hún er hreinskilin, hún var ekkert að monta sig heldur bara svona "matter of factly" þá er ég flink að reikna :-D

Svo fór hún fram að leika og ég spjallaði áfram við kennarana. Börnin eru síðan fyrir jól búin að vera í alls konar þroskaprófum, sem eru fyrir þeim alls ekki próf heldur bara eins og hver önnur verkefni í skólanum, og þær voru að sýna mér niðurstöðurnar úr þeim.

Til dæmis var verið að prófa orðaforða. Þeim voru sýndar myndir af t.d. hundi og best var ef þau gátu sagt hvers konar hundur þetta var og verst ef þau notuðu barnamál. Eins var verið að gá hvort þau föttuðu að segja húsgögn í staðin fyrir stóll, borð og sófi þegar þetta var allt saman á mynd. Í þessum hluta var Birta í meðallagi sem er auðvitað mjög gott miðað við að hafa lært málið í hálft ár.

Síðan voru minnispróf þar sem þeim voru sýnd tákn á töflunni og þau áttu að muna fjögur í einu og teikna þau og eins að teikna myndir eftir minni (sem var lýst í orðum), ein var t.d. hús með þremur gluggum og hurð, skorsteini með reyk uppúr og flaggstöng með fána fyrir utan. Þessu rúllaði hún öllu upp að sjálfsögðu.

Svo voru ýmiss stafapróf, þekkja þau fyrsta stafinn í orðum, geta þau fundið orð sem byrja á sama staf, hvað gátu þau skrifað marga stafi úr stafrófinu og í öllu þessu var hún langt yfir meðallagi. Að lokum áttu þau að skrifa nokkur orð og mörg hver skrifa bara bullskrift sem kennarinn skrifar svo fyrir aftan hvað á að þýða en Birta skrifaði auðvitað bara heilu setningarnar og þær sögðu að hún væri langt á undan öllum í bekknum hvað þetta varðar *úlallahvaðmammanvarmontin*

Ég sagði þeim svo auðvitað tölvupóstsöguna sem þeim fannst alveg frábær og veltu því fyrir sér hvað þær gætu eiginlega kennt henni!! Það eina sem þeim datt í hug var að hún man aldrei eftir/nennir ekki að snýta sér og er því með hor niðrá höku þegar hún er kvefuð og því er það aðalverkefni vetrarins að kenna henni það!!

Það er því ljóst að barnið er hreinn og klár snillingur!!!

En það er hins vegar líka ljóst að dönsk börn eru lengur smábörn en þau íslensku því auðvitað eru innan um í bekknum fleiri þrælklárir krakkar en hefðin hér er greinilega ekki sú að vera að kenna þeim stafi og svoleiðis fyrr en bara þau byrja í skóla.

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Dóttir mín tölvusnillingurinn :-D

Haldiði ekki að skvísan hafi sent tölvupóst alveg ein og sjálf!!!

Erindið var auðvitað afar brýnt og þá bjargar maður sér, neyðin kennir naktri konu að spinna eða þannig !!

Málið er það að Ásdís og Aðalheiður fengu báðar ferðageislaspilara frá ömmu sinni í afmælisgjöf. Birta á vasadiskó en finnst auðvitað flottara að eiga geislaspilara. Hún sagði mér því fyrir nokkrum dögum að hún þyrfti að skrifa ömmu sinni til að segja henni að vasadiskóið væri bilað (sem það er reyndar ekki, heyrnartólin soldið léleg að vísu), mjög hógvær sko, bara svona að láta hana vita, ekkert að biðja um neitt ;-)

Ég var svo ekkert meira að hugsa um þetta fyrr en í kvöld þá spyr mamma mig á msn hvort Birta sé hjá mér eða hvort hún eigi að svara henni í tölvupósti! Ég fór að kíkja á póstinn hennar og sá að hún hafði sent ömmu sinni eftirfarandi bréf:

Hæhæ.
Ég vil líga sona eins og stelburnar.
Bæbæ

Það var auðvitað of flókið að fara eitthvað að útskýra bilað vasadiskó svo þetta varð aðeins hnitmiðaðra en til stóð en mér finnst hún rosalega klár!!! Fatta hvernig á að svara og svona!! Hvað finnst ykkur? Er hún ekki upprennandi Bill Gates??? ;-)

Annars var hér brjálað fastelavn-afmælispartý í dag með tilheyrandi ketti sem nornir, prinsessur og ræningjar slógu úr tunnunni. Ágústa og Palli kíktu svo við með strákana og Skarpi líka og björguðu þau okkur frá því að borða súkkulaðiköku í alla mata út vikuna ;-)

laugardagur, febrúar 05, 2005

Ég skellti mér í sprogskólann í síðustu viku. Talaði þar við Jane sem prófaði mig í bak og fyrir og fann út að ég ætti heima í dansk 3, modul 5. Nú þarf ég bara að sannfæra kommúnuna um að borga fyrir mig og ætti þá að geta byrjað eftir ca. tvær vikur.
Vonandi verð ég samt búin að finna vinnu áður en þar að kemur, en ég get þá farið í skólann á kvöldin (í staðin fyrir á morgnanna) ef ég vil.

Annars er helsti stórviðburðurinn á heimilinu kökubakstur eins og fyrri daginn (OMG hvað þetta er sad og viðburðarlítið heimili ;-)

Ég læt fljóta hér með myndir af herlegheitunum fyrir ykkur að slefa yfir, ég baka nebblega ROSALEGA góða skúffuköku þó ég segi sjálf frá!!