laugardagur, september 30, 2006

Einhvern tíma heyrði ég að fólki finndist yfirleitt skemmtilegastur sá tími ársins sem það er fætt á... well ekki mér.
Ég er soldið búin að kvarta yfir haustinu þetta árið, eins og venjulega, skil yfirhöfuð ekki tilganginn með myrkri, finnst það í alla staði óþarfi. En sem ég var á rúntinum um höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi * þá fattaði ég einn "ljósan" punkt sem fylgir hausti og myrkri !
Maður getur farið að horfa inn um gluggana hjá fólki, séð hvernig það býr og stundum hvað það er að gera. Og það finnst mér rosalega skemmtilegt, hneykslist bara eins og þið viljið en ég veit að ég er ekki ein um þetta áhugamál ;-)

* Rúnturinn í gærkvöldi samanstóð af
- mat á Sægreifanum, rosalega góður matur auk þess sem það er frábær upplifun að fara á þennan stað, ætla ekkert að reyna að lýsa því en mæli eindregið með því að fólk prófi !
- Scoop í bíó, Woody Allen - mynd, og bílíf mí ég er ekki Woody Allan manneskja en þessi mynd var ótrúlega skemmtileg !
- skoðunarferð í nýja IKEA, þ.e. keyrt framhjá til að komast að því nákvæmlega hvar það er svo maður geti mætt um leið og það verður opnað ;-)
- Rúntur um Hafnarfjörð í framhaldi af IKEA og kaffi og kaka á Súfistanum við Strandgötuna, krúttlegur staður, gott kaffi og góð kaka

Þessi færsla var í boði Systu sem kom mér í þennan haustpælingagír

Ps. ég hafði hugsað mér að halda pínulítið kökuboð hér á morgun en þar sem búið er að bjóða mér í 12 ára afmæli þann dag og í þeirri afmælisveislu verða flestir sem hefðu hugsanlega komið í mitt boð þá ákvað ég að sleppa því í þetta sinn :-)
Og rúnturinn í gærkvöldi var sum sé með restinni af þeim sem hefðu hugsanlega komið í boðið mitt á morgun, afar skemmtilegt fólk en ekki nein rómantík í þeim skilningi sem kannski mætti ímynda sér ;-)

þriðjudagur, september 19, 2006

Og hún bullar og bullar...

Ég er stundum að hlæja að dóttur minni sem er endalaust hægt að plata með "ég verð á undan" eða "ég er viss um að þú getur þetta ekki", svona öfug sálfræði eða þannig, en svo sé ég að ég er ekki einu sinni vaxin uppúr þessu sjálf. Segist ætla að skrifa aftur um jólin og get svo ekki hætt að blaðra ...

En ég er sum sé kannski að fara á Sykurmolatónleika !!! Jibbí skibbí... ekki kannski fan nr. 1 en Ammæli er pottþétt á topp 10 listanum yfir flottustu lög ever og þeir eiga mörg önnur þrumugóð. Nú er bara að vona að Gyða nái í miða, hún er sem sagt að "draga" mig með af því ég dró hana á Morrissey :-)

Talandi um top 10, það væri nú gaman að prófa að setja saman svoleiðis lista !
Here it goes....

1. Vikur og ár - Todmobil
2. That Joke isn't funny anymore - The Smiths
3. Better not tell Her - Carly Simon
4. Come back to Camden - Morrissey
5. Into the Mystic - Van Morrison
6. Ammæli - Sykurmolarnir
7. Veronica - Elvis Costello
8. It started with a Kiss - Hot Chocolate
9. Prettiest Eyes - Beautiful South
10. Don't let me be misunderstood - Animals (ofl.)

Þetta var nú bara slatta erfitt! Ég er örugglega að gleyma einhverju ómissandi lagi. Og svo verð ég að láta fylgja með nokkur sem komust næstum á listann og ég get bara ekki alveg skilið útundan (in no particular order ;-)
What it takes - Aerosmith
Blindsker - Bubbi
Summer of '69 - Brian Adams
Hold the Line - Toto
Tár í tómið - Ríó Tríó
Tondileio - Björk
Tears in Heaven - Eric Clapton
Against all Odds - Phil Collins
After the Storm - Herbert Guðmundsson

Ofsalega áhugavert ekki satt ???
;-)

sunnudagur, september 17, 2006

Well...

... þá er hún Dagný frábæra að fara til Sri Lanka á þriðjudaginn !!! Hún er algjör hetja og ef einhver getur róað þetta lið þarna niður frá þá er það hún.
Já og var ég búin að segja ykkur hvað hún er frábær ;-) Verst að hún er alltaf með í maganum þegar ég hitti hana, veit ekki hvort ég á að taka það til mín... hmmm :-/
Og svo hitti ég framtíðarhundinn minn þegar ég heimsótti hana áðan ! Cavalier King Charles Spaniel, bara sætustu hundar ever, útsígútsígú ;-) Ætla að fá mér svoleiðis þegar ég verð gömul, alveg á tæru.

... þá er Magni búinn að sigra heimsbyggðina, þó hann hafi ekki sigrað Rockstar: "áðursupernovaþartileinhverfórímálsemannarsgeristaldreiíameríku ognúþurfaþeiraðfinnasérannaðnafn"
Soldið fyndnir þessir kappar í hljómsveitinni, það sem Tommy ógeðslega gáfaði Lee hafði út á Magna að setja á úrslitakvöldinu var að hann "var eins og einn af hljómsveitinni" en ekki svona front man. Og OMG það er auðvitað þvílíkur galli ef söngvarinn er eins og einn af hljómsveitinni, hver vill svoleiðis gallagrip... döh... kjáni !
Og svo þetta THE FANS kjaftæði alltaf hreint. Ef ég fer á tónleika, þó það séu frábærustu tónleikar ever eins og þessir, þá upplifi ég mig ekki sem "aðdáanda". Ég er bara tónleikagestur eða áheyrandi, en þetta snerist allt um THE FANS þetta og THE FANS hitt. Enda held ég að hvergi nema í ameríku myndi fertug kona deyja úr hjartaslagi af því hún hélt að hún hefði séð Britney Spears... það reyndist svo ekki einu sinni vera Britney sem hún sá. Þvílík endemis persónudýrkun dauðans ! Ekki skrítið þó þessum stjörnum finnist gaman að koma til Íslands þar sem þær geta gengið um nokkurn vegin óáreyttar.

Þetta var aukafærsla í boði Dagnýjar og Magna og ég tek það fram svo ég rugli engann í ríminu að það eru EKKI komin jól...