föstudagur, október 29, 2004

Hvað eigum við að leika?

Birta og Ásdís eru að leika, sem er svo sem ekki í frásögur færandi, en eru ekki alveg sammála um hvað þær vilja gera. Birta vill fara í barbí en Ásdís ekki.
Þá segir Birta: "Ég veit! Við leikum að við séum börn að leika sér og þá getum við leikið hvað sem er og þurfum ekki að leika það sama!" ahahahahahaha... hugmyndaflugið... !!


Svo er það ferðasagan!
Við mæðgur lögðum af stað með lestinni snemma á fimmtudagsmorgun og vorum í Köben rétt fyrir hádegi. Fórum til Fríðu og svo beint að sækja Grím í skólann og Þórdísi á leikskólann. Krakkarnir léku voða vel saman, sérstaklega þó Birta og Grímur. Soldið erfitt að vera Þórdís og vera yngri. Maður er ekki alveg inn hjá skólabörnunum! Hrafn er voða stór og duglegur strákur, "skríður" um allt og stendur upp. Maður miðar auðvitað allt við Sabrínu og finnst hann geta "allt" :-)

Flugvélin fór svo eftir kvöldmat þannig að við vorum á Íslandi seint og um síðir, ansi lúnar eftir annasaman dag. Vorum þó ekki þreyttari en svo að við úðuðum í okkur slatta af slátri sem mamma, Gulla og Gunný gerðu í síðustu viku. Það er alveg á hreinu að ég tek slátur næsta haust!!!!! Hrikalega gott!!

Á föstudeginum fórum við Birta í vinnuna mína og ég fór svo út að borða með nokkrum skvísum þaðan, en Raggi sótti Birtu um hádegið. Hún var svo hjá honum fram á mánudagsmorgun. Hún segir kannski eitthvað frá því sem þau gerðu á sinni síðu.

Á föstudagskvöldið komu Jóna og Björk til mín í SkaftaBlönduhlíðina og við spjölluðum fram á nótt.

Á laugardeginum var bara tjillað. Hittum Gunnýju á Iðu (kaffihúsi þar sem topshop var) og borðuðum svo lambafillet (namminamminamm) áður en við skelltum okkur á Shall We Dance í lúxussal í Bíóhöllinni. Það var allt í lagi mynd, gerðist svo sem ekkert og engin spenna, bara svona predictable krúttleg. Get ekki sagt að Jennifer Lopes hafi farið á kostum svo sem ;-)

Á sunnudaginn fórum við mamma svo í afmæli til Gullu frænku. Systur hennar voru reyndar sannfærðar um að þau hefðu verið að gifta sig aftur, þar sem terturnar voru þvílíkt margar og flottar en ekki vildu þau meina það!

Síðan fórum við aftur í bíó. Í þetta sinn á Dís sem var mjög góð en auðvitað bara brotabrot af bókinni eins og gerist og gengur þegar gerðar eru myndir eftir bókum. Gunný hjálpaði okkur svo að klára afganga af lambakjöti og slátri og ég fékk líka smá smakk af nætursaltaðri ýsu. Týpískur matseðill Íslendings í heimsókn frá útlöndum :-) enda er ég búin að vera svo lengi í burtu að fráhvarfseinkennin eru gríðarleg ;-)

Birta kom síðan frá pabba sínum á mánudagsmorgun og þá komu Systa, Hafþór og Katrín í morgunkaffi. Krakkarnir fóru út að leika smá sem var ágætt fyrir Birtu því framundan var langur dagur, allt í allt 12 tíma ferðalag með bíl, flugvél, lest og annarri lest! En eins og alltaf var hún ótrúlega dugleg, sofnaði aðeins í lestinni í restina en var annars að leika og borða nesti og dúlla sér.

Sem sagt í hnotskurn... afar notaleg helgi!

miðvikudagur, október 20, 2004

Íslandsferð!!

Þá erum við nú bara að leggja í hann á morgun !!! :-)

Ég geri ekki ráð fyrir að vera á netinu mikið um helgina svo ferðasagan kemur á þriðjudag!

Núna er hins vegar ekkert að frétta, bara verið að pakka niður í dag og Birta tók það svo hátíðlega að VIÐ værum að fara að pakka niður að hún ætlaði ekki að trúa því að hún mætti fara út að leika með stelpunum!!! "Á ég ekki að pakka niður???" KRÚTTIÐ :-)

mánudagur, október 18, 2004

Ok, kannksi aðeins of fljót á mér þarna!!!
Það gekk jú vel að koma þeim í skólann en svo fór þreytan að segja til sín svona um það leiti sem ég vistaði síðustu færslu og hér er búið að vera stríðsástand síðan!!!

Búið að rífast og slást og grenja alveg útí eitt... úff hvað þær þurfa að fara snemma að sofa í kvöld!! Núna eru þær á róló, vonandi koma allir í heilu lagi þaðan :-)

Og svo gleymdi ég líka aðalatriðinu:

Júlla :-) TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ MÍN KÆRA :-)

Haustfríið búið og hversdagurinn tekinn við aftur. Við Linda vorum búnar að kvíða þessi ósköp fyrir að koma skvísunum á fætur og í skólann í dag þar sem búið var að snúa sólarhringnum... tja ekki alveg við en svona slatta á skjön. En það var greinilega spennandi að mæta aftur því allar voru þær klæddar og komnar á ról óvenjusnemma og mættar í skólann talsvert fyrir 8.

Birta fór rakleiðis til kennarans og sagði henni að hún væri að fara aftur í frí, og hvenær spurði Inge-Brit, eftir þrjá daga sagði mín kona... og mamman brosti alveg hringinn af stolti þar sem hún fylgdist með úr fjarlægð :-)

Það var nú voða mikið bara chillað í fríinu, fórum til Flensborgar í göngugötuna á laugardaginn að kaupa afmælisgjöf handa Vigdísi (fyrrverandi konu Skarpa frænda) og fórum svo í afmælið hennar í gær. Annars voru stelpurnar að leika, heimsækja vinkonur og slappa af.

Reyndar fórum við Linda, Guðný, Anna Catrina (vinkona Guðnýjar) og ég í bíó á föstudagskvöldið. Fyrsta skiptið mitt síðan ég kom og fyrsta skiptið hjá Lindu síðan hún kom sem er nú kannski öllu merkilegra! Við sáum The Terminal með Tom Hanks sem var ósköp skondin og krúttleg eins og við var að búast. Stelpunum fannst þetta voða skrítið, Birta spurði hvort við værum að fara á ball, og svo var hangið í okkur eins við værum að flytja að heiman. Við þurfum greinilega að fara oftar út :-)

fimmtudagur, október 14, 2004

Allt að gerast!!

Jæja, nóg um að vera núna!!

Í fyrsta lagi á hún Björk afmæli í dag! (Jóna slæddist með á myndinni, Björk er til hægri)

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN KRÚSÍDÚLLA :-)

Í öðru lagi var ég að rekast á gamla vinkonu á netinu. Það er hún Lilja sem var með mér í menntó og við skemmtum okkur rosa vel saman. Gaman að endurnýja gömul kynni :-) Hún býr í Noregi og það er ekki ofsögum sagt að heimurinn er lítill, hvað þá þegar netið er annars vegar!

Í þriðja lagi, talandi um gömul kynni, þá ætla ég til Aarhus að hitta tvær óperur í næsta mánuði. Rúmlega 10 ár síðan við hittumst allar þrjár og ef það verður ekki eitthvað stuð... tja... þá... hvernig læt ég... það verður STUÐ!!!


þriðjudagur, október 12, 2004

Það sem hún er sjálfstæð þessi litla dóttir mín.

Hún hringdi í Mette vinkonu sína áðan og spurði hvort hún gæti leikið. Mette spurði hvort þær ættu að leika hjá sér eða Birtu og Birta vildi heldur fara til hennar "... og mamma þú átt ekki að koma með mér!"

Ef hún á ekki eftir að komast áfram í lífinu á þessu ÉG GET ÞAÐ SKO SJÁLF - attitudi, þá er ég illa svikin. Kannski soldið sniðugt að vera nógu móðursjúkur og "beibía" þau svo mikið að þau fái nóg af því og segi hingað og ekki lengra :-)

Svo er hún með úrið sitt og á að vera komin heim klukkan fjögur, almáttugur hvað hún er orðin stór!!

OMG

... þær eru svo krúttlegar þessar stelpur! Þær eru að hlusta á Rut Reginalds og syngja hástöfum með. Létt "deisja vú" hér í gangi :-)

Ég kölluð er Anna... og syngja svo með allir saman !!!!!!

mánudagur, október 11, 2004

Haust

Þá er komið haustfrí í skólanum hjá skvísunum og þær sitja hér frammi og teikna og lita Á DÖNSKU ;-) Birtu finnst svo gaman að skilja orðið svona mikið og geta aðeins bjargað sér að hún vill helst bara tala dönsku þessa dagana. Hinar tvær hafa ekkert á móti því, áttu það víst oft til áður en við komum að leika sér á dönsku þegar þær voru tvær.

Annars er mest lítið að frétta. Rúm vika þar til við Birta skreppum í Íslandsferð og komið dæmigert haust með rigningu og roki.

Birta, Ásdís og Aðalheiður er allar komnar með heimasíður á barnalandi.is og eru rosa montnar með það. Það er því nóg að gera hjá vinum og ættingjum að fylgjast með þessu öllu saman :-)

mánudagur, október 04, 2004

34 ÁRA !!!

Kærar þakkir fyrir allar afmæliskveðjur- og sendingar :-)

Ég stend enn á blístri eftir kökuát helgarinnar. Mamma sendi mér kökur, veit ekki alveg hvernig þær komust hingað heilar og óskemmdar en alla vega fóru Maggi og Linda að sækja kökurnar frá mömmu, ég geri ráð fyrir að það hafi verið á pósthúsið ;-)

Birta lærði að hjóla í gær!!!!! Mamman fer nú alveg hjá sér að hafa ekki kennt henni það fyrr en það hefur sum sé einhvern veginn farist fyrir og auðvitað verður að segja frá þessum merka áfanga þó barnið sé orðið hálffullorðið :-) Þetta tók nú ekki nema ca. korter þegar upp var staðið en reyndar var hún aðeins búin að æfa sig í fyrrasumar og nokkrum sinnum síðan þá. Við höfðum tvo mjög svo duglega aðstoðarkennara og ég set hér inn myndir af atburðinum!!!

Nú var skvísan að koma heim úr skólanum og tilkynna mér að hún sé farin að tala dönsku !!! Að vísu er hún að eigin sögn best í að segja; "se, Inge-Brit" :-) en það er góð byrjun og sjálfstraustið skiptir auðvitað höfuðmáli :-)