föstudagur, ágúst 18, 2006

HÓLÍ FO..ING MÓLÍ....

... hvað það var skemmtilegt á þessum tónleikum !!!

Ég held bara það skemmtilegasta sem ég hef upplifað, alla vega MJÖG ofarlega á lista.
Algjört rugl með sætin samt, ég keypti mér miða í stæði svo ég gæti verið grúppía nr. 1 upp við sviðið en svo voru svoddan ellismellir að kaupa miða að þeir ákváðu að breyta stúkumiðum í sæti niðri í sal og stæðamiðum í sæti uppi í stúku. En við Gyða létum ekki segja okkur neitt svona rugl og settumst niðri og vorum svo upp við sviðið allan tímann :-)
Meistarinn tók nokkur gömul Smiths lög og svo fullt af frábærum af nýju plötunum tveimur. Algjör snilld !!!
Já og myndirnar eru í boði "nýjabestaísraelskavinarmíns", hans Aviads sem stóð ská fyrir framan mig og tók skrilljón myndir + fullt af öðrum flottum myndum í 2ja vikna íslandsferð, sjá hér.
Eftir tónleikana fórum við náttlega í bæinn þar sem ríkti mikil síðsumars-Gay Pride stemming og ég var svo high on Morrissey að ég hef ekki djammað svona rosalega síðan um það leiti sem ég byrjaði að fíla Smiths (fyrir rúmlega 20 árum!). Nei, ég segi það nú kannski ekki en það var alla vega hrikalega skemmtilegt :-p

Annars er sumarið bara búið að vera frábært. Við Birta fórum í okkar árlegu Danmerkurferð. Vorum í þrjár vikur og heimsóttum frændfólkið bæði í borginni og sveitinni eins og venjulega :-)
Fórum m.a. í Fårup sommerland, Den gamle by í Århus, bændagistingu rétt hjá Ålborg, dýfðum tánum í sjóinn á Skagen og fleira og fleira, fullt af myndum á Birtu síðu.
Helgina fyrir versló fórum við svo vestur í ömmuhús ásamt fullt af skemmtilegu skyldfólki, mjög gaman ! Og um verslunarmannahelgina tókum við góða innipúkaútilegu í bænum með tilheyrandi húsdýragarðs-, bíó- og tívolíferðum.

Heimasætan auðvitað orðin rosa stór, er að byrja í 3. bekk eftir nokkra daga... vávává. Stefnan sett á Sund, Skáta og Skólahljómsveit í vetur, S-in þrjú sé ég þegar þetta er komið á "prent". Kemur í ljós hvað verður af þessu öllu.

Well, þá er ég búin að sinna skyldum mínum í bloggheimum fyrir næstu mánuðina... heyrumst um jólin ;-)