laugardagur, september 30, 2006

Einhvern tíma heyrði ég að fólki finndist yfirleitt skemmtilegastur sá tími ársins sem það er fætt á... well ekki mér.
Ég er soldið búin að kvarta yfir haustinu þetta árið, eins og venjulega, skil yfirhöfuð ekki tilganginn með myrkri, finnst það í alla staði óþarfi. En sem ég var á rúntinum um höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi * þá fattaði ég einn "ljósan" punkt sem fylgir hausti og myrkri !
Maður getur farið að horfa inn um gluggana hjá fólki, séð hvernig það býr og stundum hvað það er að gera. Og það finnst mér rosalega skemmtilegt, hneykslist bara eins og þið viljið en ég veit að ég er ekki ein um þetta áhugamál ;-)

* Rúnturinn í gærkvöldi samanstóð af
- mat á Sægreifanum, rosalega góður matur auk þess sem það er frábær upplifun að fara á þennan stað, ætla ekkert að reyna að lýsa því en mæli eindregið með því að fólk prófi !
- Scoop í bíó, Woody Allen - mynd, og bílíf mí ég er ekki Woody Allan manneskja en þessi mynd var ótrúlega skemmtileg !
- skoðunarferð í nýja IKEA, þ.e. keyrt framhjá til að komast að því nákvæmlega hvar það er svo maður geti mætt um leið og það verður opnað ;-)
- Rúntur um Hafnarfjörð í framhaldi af IKEA og kaffi og kaka á Súfistanum við Strandgötuna, krúttlegur staður, gott kaffi og góð kaka

Þessi færsla var í boði Systu sem kom mér í þennan haustpælingagír

Ps. ég hafði hugsað mér að halda pínulítið kökuboð hér á morgun en þar sem búið er að bjóða mér í 12 ára afmæli þann dag og í þeirri afmælisveislu verða flestir sem hefðu hugsanlega komið í mitt boð þá ákvað ég að sleppa því í þetta sinn :-)
Og rúnturinn í gærkvöldi var sum sé með restinni af þeim sem hefðu hugsanlega komið í boðið mitt á morgun, afar skemmtilegt fólk en ekki nein rómantík í þeim skilningi sem kannski mætti ímynda sér ;-)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hljómar skemmtilegt hjá þér en vottar á pínu rómantík þarna???
luv, Systa
p.s. til hamingju með daginn á morgun..

30 september, 2006 15:30  
Blogger BirtuMamma sagði...

Takk :-)
Bara svona almenn haustrómantík, fór með ás og gm í stað þess að halda afmælisboð.
En ætla að djamma í kvöld, spurning hvort einhver rómantík gerir vart við sig þar ?? T.d. oft rosa rómantískt í miðbænum um 4-leitið aðfaranótt sunnudags ;-)

30 september, 2006 17:09  

Skrifa ummæli

<< Home