föstudagur, desember 24, 2004

GLEÐILEG JÓL


mánudagur, desember 13, 2004

Jóla... jóla... jóla...

Hér er mikið búið að jólast undanfarna daga!

Í síðustu viku fórum við í Kolding storcenter, ég, Linda og Guðný. Gerðum svo sem engin stórinnkaup en fengum svona þennan *verslunarmiðstöðvarjólastressfíling* þó hann kæmist ekki í hálfkvisti við Kringluna á góðum degi í desember.
Um helgina bökuðum við roooosalega mikið af smákökum, að vísu bara tvær sortir en mikið af hvorri og svo er tilbúið deig í eina enn í ísskápnum (þ.e. eina sort, ekki eina smáköku :-)
Í dag setti ég í póst kort og pakka sem ég þarf að senda, Skarpi tekur svo rest fyrir okkur þegar hann fer heim þann 22. des.
Hingað eru líka farnar að berast jólasendingar, pakkar og kort, voða gaman að því. Skemmtileg stemning hjá skvísunum að vita af pökkum út um allt :-)
Svo eru íslensku jólasveinarnir auðvitað farnir að mæta hér um miðjar nætur og læðupúkast við að setja í jólasokka, meira hvað þeir gera víðreist, þeir þvældust meira að segja alla leið til ameríku þegar ég var þar ópera fyrir ca. hundrað árum síðan

Well, ætla að fá mér fegurðarblund, fer í atvinnuviðtal á morgun!!! Eins gott að vera vel upplagður, meira um það síðar.

Góða nótt

Ps. 888 heimsóknir komnar á síðuna... COOL... vantar samt aðeins uppá að það séu komin 888 comment... hmm... erfitt reikningsdæmi... en ég hef nú aldrei verið sleip í reikningi ;-)

mánudagur, desember 06, 2004

Og enn er það bíllinn...

... eins og dyggir lesendur kannski muna var um tíma útlit fyrir að síðan yrði látin heita "bílamamma" :-)
En aumingja bíllinn lenti í þeim hrakningum í síðustu viku að það var keyrt á hann!!! Það var sum sé afar upptekinn bissness maður á leið á fund sem mátti bara ekki vera að því að líta í spegilinn áður en hann bakkaði út úr stæði til að rétta sig aðeins af. Ég er bara búin að vera í svo miklu losti að ég gat ekki skrifað um þetta fyrr... eða ekki hehehe... brotið framljós og einhverjar smá beyglur. Nú bíð ég eftir að heyra frá tryggingafélagi mannsins! Alltaf vesen að standa í svona en þetta var nú smávægilegt!

Birta og frænkurnar fóru í Åben hall í íþróttahöllinni (bara bið ykkur um að kalla þetta ekki íþróttahús!!!) á laugardaginn. Þangað kom jólasveinn og hann var sko alvöru!!! því Casper í 4. bekk togaði í skeggið til að gá hvort það væri fast og það var fast!!! Þá vitiði það og hann gaf þeim meira að segja nammi. Svo fengu þær laugardagspeningana sína með og keyptu nammi fyrir þá þannig að við þurftum ekkert að elda þann daginn ;-)

miðvikudagur, desember 01, 2004

Þá er búið að mála höfuðborgina rauða:

Tívolí Græni rússíbaninn er frábær en mér tókst ekki að draga neinn með mér í þann rauða, fer í hann næst!!!

Experimentarium Bara í alla staði stórkostleg skemmtun fyrir alla aldurshópa!

Planitarium Smá upprifjun fyrst um reikistjörnurnar og stjörnumerkin og svo stórskemmtileg höfrungamynd. Fyrir aftan mig sat lítil sæt sænsk stúlka sem talaði stöðugt og sparkaði í sætið mitt allan tímann :-)

Field's Tja bara svona brjáluð verslunarmiðstöð og lítið um það að segja

Malmö (sem er reyndar ekki í höfuðborginni eins og glöggir lesendur átta sig á)

Lestaferð! Þar sem hluti barnanna í ferðinni hafði aldrei í lest komið var tekinn smá hringur með S-tog, Metro (takið eftir hvað þessar nýjuogfínumeðsig Metro lestir eru með flotta slóð) og reyndar strætó (sem er ekki lest eins og glöggir lesendur átta sig á)

Þórdísarblómálfaafmæli á Sólbakka



Á mánudag fórum við Birta í bekkjarferð í Frøslev Polde Naturskole og í gær varð afar saklaus búðarferð okkar Lindu (þar sem ætlunin var að kaupa klósettpappír og mjólk) að allsherjar jólagjafainnkaupaferð! Sem er auðvitað bara frábært :-) og hér var pakkað inn í gærkvöldi þar til allir voru úrvinda af þreytu og Guðný úrvinda af hlátri þar sem við Linda erum svoooooo fyndnar (sem ég þarf auðvitað ekki að taka fram).

Já og í dag var juleklippedag (jólaföndurdagur) í skólanum og við föndruðum þar grís og stjörnu úr kanilstöngum (þ.e. stjörnuna úr kanelstöngum en grísinn úr pappír, eins og glöggir lesendur átta sig á).

Og bara svona fyrir þá sem ekki vita þá heitir jólagjöf á sænsku Julklipp! Frekar fyndið :-)

Ps. ef einhver getur frætt mig á hvernig ég læt linka opnast í nýjum glugga þá væru þær upplýsingar vel þegnar!