sunnudagur, október 29, 2006

Aladín kominn og farinn :'(

Fyrir tæpum mánuði var ákveðið að fjölga íbúunum í risinu um einn, þ.e. að kaupa hamstur. Mæðgurnar skoðuðu hamstra, búr og aðra fylgihluti í nokkrum gæludýrabúðum og á endanum varð fyrir valinu afar lítill og krúttaralegur albinóa"strákur" í Dýralandi. Hann var enn svo lítill þegar við sáum hann fyrst að hann var ekki tilbúinn til að flyja frá mömmu sinni en við biðum þolinmóðar (í heila 4 daga :-) og sóttum hann svo á föstudagskvöldi fyrir 2 vikum. Hann var hinn sprækasti, ekki kannski yfir sig hrifinn af að láta halda á sér en kom sér vel fyrir í búrinu, borðaði vel, prílaði og hamaðist og bjó sér til notalega holu til að sofa í inni í húsinu sínu.

Nema hvað að á miðvikudagskvöldið síðasta vorum við að reyna að vekja litla krúttið (hamstrar eru sum sé næturdýr) en allt kom fyrir ekki, þrátt fyrir flautuleik heimasætunnar sást engin hreyfing í búrinu. Kom þá í ljós að litli sæti Aladín var dáinn aðeins 6 vikna gamall :-(

Hér ríkir að sjálfsögðu mikil sorg og í dag fórum við og grófum Aladín í litla fjölskyldugæludýragrafreitnum, þar sem Ivanoff og Dímon voru grafnir, en staðsetningin verður ekki gefin upp þar sem sennilega má ekki grafa dýr út um allar trissur :-/

Við erum nú samt ekki búnar að gefast upp á gæludýrahaldi og ætlum að fá okkur annan hamstur þegar við erum aðeins búnar að jafna okkur á þessu áfalli, vonandi gengur betur með hann !

----------------------------------------------------------------------------







Fyndið hvernig lífið fer í hringi! Það var ekkert lítið sem mér fannst gaman að mala kaffi hjá ömmu fyrir vestan þegar ég var krakki og núna verð ég að fara að kaupa kaffið ómalað því Birtu finnst fátt skemmtilegra en að sitja á
gólfinu og mala :-)








----------------------------------------------------------------------------

Þetta finnst mér gáfuleg grein.

----------------------------------------------------------------------------

Tvö elstu Kaupmannahafnar-frændsystkynin okkar voru í heimsókn á Íslandi um daginn. Alltaf gaman að hitta þau :-) Við fórum með þeim í leikhús, sáum Sitji guðs englar og skemmtu börn og fullorðnir sér mjög vel.
Við Birta og mamma sáum líka Footloose í Borgarleikhúsinu um daginn, mjög skemmtilegt en allt öðruvísi sýning auðvitað. '80 þema to die for :-D

----------------------------------------------------------------------------

Og síðast en ekki síst... þá eru 3 Sykurmolamiðar komnir í hús... jibbííí... Ammæli here I come... ef einhver veit netfangið hjá Björk þá má sá hinn sami senda mér það... ég þarf að biðja hana að syngja Ammæli en ekki Birthday !!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home